Íslenski boltinn

Fimleikafélagið: Ræðir gælunafnið, lyftingaræfingar með Heimi Guðjóns og samband sitt og Atla Guðna

Anton Ingi Leifsson skrifar
VÍSIR/SKJÁSKOT
Böðvar Böðvarsson, uppalinn FH-ingur og núverandi leikmaður Jagiellonia Białystok, er aðal umfjöllunarefnið í nýjum þætti í þáttaröðinni Fimleikafélagið.

Knattspyrnudeild FH hefur verið að gefa út skemmtilega þætti í sumar og nýjasti þátturinn var tekinn upp í kringum leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla á dögunum.

Böðvar, sem þá var staddur í fríi á Íslandi, rölti með tökuliði Fimleikafélagsins um Kaplakrika þar sem hann ræddi við mann og annan.

Einnig ræddi hann um lyftingaræfingar með Heimi Guðjónssyni, fyrrum þjálfara FH, og samband sitt við eldri leikmenn liðsins, til að mynda Davíð Þór Viðarsson og Atla Guðnason.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Klippa: Fimleikafélagið: Aukaþáttur með Bödda Löpp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×