Íslenski boltinn

Brot úr Ástríðunni á Meistaravöllum: Stórsöngvarar og Gary Martin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Martin var á leik KR og Vals, enda spilað með báðum liðum.
Gary Martin var á leik KR og Vals, enda spilað með báðum liðum. mynd/stöð 2 sport
KR vann Val, 3-2, í stórleik 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla á miðvikudaginn.

Stefán Árni Pálsson var á Meistaravöllum og tók upp Ástríðuinnslag fyrir Pepsi Max-mörkin. Hann spjallaði m.a. við stórsöngvarana Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson, Íslandsmeistarann og landsliðsmanninn í körfubolta, Kristófer Acox, og Gary Martin, fyrrverandi leikmann Vals og KR.

Brot úr Ástríðunni má sjá hér fyrir neðan en allt innslagið verður frumsýnt í Pepsi Max-mörkunum annað kvöld.

Klippa: Brot úr Ástríðunni á Meistaravöllum


Pepsi Max-mörkin hefjast klukkan 21:15 á Stöð 2 Sport á morgun. Þar verður farið yfir 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar sem hefst í dag með tveimur leikjum.

Klukkan 14:00 hefst leikur Breiðabliks og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 17:00 er svo komið að leik nýliðanna, ÍA og HK, á Akranesi.

Á morgun eru svo fjórir leikir á dagskrá. Klukkan 16:00 hefjast leikir Vals og Grindavíkur og Stjörnunnar og Fylkis.

Klukkan 17:00 verður flautað til leiks hjá KA og Víkingi R. á Akureyri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Rúsínan í pylsuendanum er svo stórleikur FH og KR í Kaplakrika klukkan 19:15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 20 mínútum fyrir leik.


Tengdar fréttir

Atli: Þetta er bara aukaspyrna

Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×