Einhverfusamtökin leiðrétta rangfærslur Jakobs Frímanns Eiður Þór Árnason skrifar 22. júní 2019 16:32 Samtökin hvetja fólk til að afla sér þekkingar um einhverfu. Fréttablaðið/Sigtryggur Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu. Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Hvorki er til greining sem heitir bráðaeinhverfa, né stafar einhverfa af „menguðu sæði og menguðum eggjum.“ Þetta kemur fram í viðbrögðum Einhverfusamtakanna við ummælum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem fram komu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Þar ræddi Jakob Frímann hispurslaust um einhverfu og olli viðtalið talsverðri óánægju meðal foreldra barna með einhverfu. Í viðtalinu tengir Jakob einhverfu við uppsöfnun eiturefna í líkamanum: „Það er til kenning sem heitir kokteilkenningin. Hún fjallar um allt þetta rusl sem að fer inn í okkur. Sumt flushast og fer út en annað situr eftir, málmar og alls konar óhreinindi. Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa.“ Í yfirlýsingu Einhverfusamtakanna segir: „Umfjöllun Jakobs Frímanns var öll hin furðulegasta og ekki byggð á staðfestum rannsóknum.“ Samtökin benda þar á að einhverfa stafi af öðruvísi taugaþroska og að rannsóknir bendi til þess að um sé að ræða samspil erfða og umhverfis þar sem erfðaþátturinn ræður mestu. Að öðru leyti séu orsakir einhverfu ekki þekktar. Jafnframt vara samtökin við því að: „Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þeirra.“Jakob sagði í samtali við DV.is að hann telji orð sín um samhengi mengaðrar fæðu og sjúkdóma hafa verið mistúlkuð. Bað hann þá sem túlkuðu orð hans með þeim hætti að þau væru særandi innilegrar afsökunar.Ummæli Jakobs um einhverfu í Bítinu má hlusta á hér fyrir neðan, þau hefjast á 22. mínútu.
Bítið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Brot á mannréttindum að einhverf börn fái ekki skólavist Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir að grein Hrannar Sveinsdóttur, móður einhverfrar stúlku sem fær ekki viðeigandi þjónustu hafi ekki komið samtökunum á óvart. 12. apríl 2019 12:57
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36