Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Eru leikmenn FH nógu góðir?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn Steindórsson er einn þeirra FH-inga sem hefur fengið mikla gagnrýni í sumar.
Kristinn Steindórsson er einn þeirra FH-inga sem hefur fengið mikla gagnrýni í sumar. vísir/daníel þór
FH-ingar hafa byrjað Íslandsmótið mjög illa og eru í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir tapið gegn KR í gær. Liðið er aðeins með tólf stig eftir níu leiki.

„Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni hjá liði sem ætlaði sér að vera í toppbaráttu. Það virðist vanta svolítið mikið upp á að það gerist,“ sagði Logi Ólafsson, einn sérfræðinga Pepsi Max-markanna, í þætti gærkvöldsins.

Þorkell Máni Pétursson veltir fyrir sér gæðum leikmanna liðsins.

„Eru leikmennirnir nógu góðir? Maður hlýtur að spyrja sig að því er liðið er aðeins með tólf stig. Manni finnst sumir leikmenn í FH-liðinu ekki vera að skila nægilega miklu til liðsins. Til að mynda Færeyingarnir,“ sagði Máni en Logi segir að hópurinn sé góður en setur spurningamerki við samsetningu hópsins.

Þrátt fyrir þessa slöku byrjun þá segja sérfræðingar að staða þjálfarans, Ólafs Helga Kristjánssonar, sé ekki í hættu.

Sjá má umræðuna hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Hvað er að hjá FH?

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×