Viðskipti innlent

Spá lægstu stýrivöxtum í átta ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Peningastefnunefnd tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn. Þá kemur í ljós hvort spá Landsbankans gangi eftir.
Peningastefnunefnd tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudaginn. Þá kemur í ljós hvort spá Landsbankans gangi eftir. FBL/Valli
Hagsjá Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti um 0,25%. Nefndin tilkynnir ákvörðun sína á miðvikudagsmorgun.

Peningastefnunefnd lækkaði stýrivextina um, 0,5 prósentustig þann 22. maí síðastliðinn og eru meginvextir á sjö daga bundnum lánum bankans nú 4%. Gangi spá Hagsjár eftir verða þeir 3,75%. Þeir hafa ekki verið lægri síðan í júní 2011. Hæstir urðu þeir 5,75% árið 2016. Nánar má kynna sér þróunina á vef Seðlabankans.

„Verðbólguvæntingar hafa lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkunina má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

„Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×