Nýtt húsnæði Tölvuteks reyndist mikill dragbítur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2019 09:14 Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla. Vísir/egill Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar. Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn eigendanna náðu þeir ekki samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um áframhaldandi lánsheimildir, en Tölvutek var rekið með tapi í fyrra. Árin þar áður var reksturinn „í járnum,“ eins og eigendurnir orða það í yfirlýsingu. Greint var frá því í gær að verslunin hygðist hætta starfsemi og að 40 starfsmenn Tölvuteks myndu missa vinnuna. Eigendur segja að laun hafi verið gerð upp við starfsmennina, sem mikill missir sé af. Margir hverjir hafi starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi, en Tölvutek var stofnað í desember 2006. Tölvutek var komið með um 50 starfsmenn og tvær verslanir árið 2013 þegar tekin var ákvörðun að flytja verslunina í Reykjavík í stærra húsnæði í Hallarmúla og sækja á fyrirtækjamarkað. „Flutningarnir og breytingar á rekstri reyndust mun dýrari en áætlað hafði verið. Reyndist hið nýja húsnæði mikill dragbítur á reksturinn, sem hefur fyrir vikið verið í járnum síðustu ár,“ segja eigendur í yfirlýsingunni. „Eftir taprekstur í fyrra var hlutafé aukið ásamt því að eigendur lögðu til rekstrarfé um síðustu áramót. Mikil vinna var lögð í að bjarga félaginu en eftir að lánsheimildir voru felldar niður varð útséð um frekari tilraunir til þess.“ Nær öllum búnaði sem var í viðgerð hjá Tölvuteki hefur verið komið í hendur eigenda þess. Reynt verði eftir fremsta megni að lágmarka tjón viðskiptavina af lokun fyrirtækisins, en ljóst að þeir sem eftir sitja verða að gera kröfu í bú þess hjá skiptastjóra. Viðskiptavinum Tölvuteks, sem margir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna, er bent á að senda senda fyrirspurnir á spjallrás Tölvuteks á Facebook en þar verður reynt eftir megni að veita upplýsingar og leiðbeiningar.
Akureyri Gjaldþrot Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08
Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi. 24. júní 2019 12:52