Ítalía afgreiddi Kína og er komið í átta liða úrslitin Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2019 17:45 Þær ítölsku fagna í dag. vísir/getty Ítalía er komið í átta liða úrslitin á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir eftir 2-0 sigur á Kína í Montpellier í dag. Valentina Giacinti kom Ítalíu yfir strax á fimmtándu mínútu eftir sofandi hátt í vörn Kína. Eftir skot Elisa Bartoli, barst boltinn út í teiginn þar sem Giacinti kláraði færið vel. Aurora Galli var skipt inn á í rétt fyrir hálfleik eftir að Christiana Girelli meiddist. Galli hafði áður í mótinu komið inn á og skorað og það endurtók hún í dag. Hún tvöfaldaði forystu Ítalíu á fjórðu mínútu síðari hálfleiks er hún þrumaði boltanum í netið af löngu færi. Frábært skot sem skaut Ítölunum áfram.- Aurora Galli equals the record of scoring most goals as a substitute at a single Women's World Cup (3) set by Lisa de Vanna (AUS) in 2007 #FIFAWWC#ITACHN — Gracenote Live (@GracenoteLive) June 25, 2019 Ítalía er því komið áfram í átta liða úrslitin en mótherji liðsins í átta liða úrslitunum verður annað hvort Evrópumeistarar Hollands eða Japan. HM 2019 í Frakklandi
Ítalía er komið í átta liða úrslitin á HM kvenna sem fer fram í Frakklandi um þessar mundir eftir 2-0 sigur á Kína í Montpellier í dag. Valentina Giacinti kom Ítalíu yfir strax á fimmtándu mínútu eftir sofandi hátt í vörn Kína. Eftir skot Elisa Bartoli, barst boltinn út í teiginn þar sem Giacinti kláraði færið vel. Aurora Galli var skipt inn á í rétt fyrir hálfleik eftir að Christiana Girelli meiddist. Galli hafði áður í mótinu komið inn á og skorað og það endurtók hún í dag. Hún tvöfaldaði forystu Ítalíu á fjórðu mínútu síðari hálfleiks er hún þrumaði boltanum í netið af löngu færi. Frábært skot sem skaut Ítölunum áfram.- Aurora Galli equals the record of scoring most goals as a substitute at a single Women's World Cup (3) set by Lisa de Vanna (AUS) in 2007 #FIFAWWC#ITACHN — Gracenote Live (@GracenoteLive) June 25, 2019 Ítalía er því komið áfram í átta liða úrslitin en mótherji liðsins í átta liða úrslitunum verður annað hvort Evrópumeistarar Hollands eða Japan.