Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 26. júní 2019 21:49 Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Sighvatur Jónsson var á Ásbrú þar sem merkum áfanga var fagnað í dag. Viljayfirlýsing var undirrituð í dag af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Skrifað var undir á skrifstofu Kadeco á Ásbrú, sem er þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur leitt þróun á gamla varnarliðssvæðinu þau þrettán ár sem liðin eru frá því að bandaríski herinn fór. Á Ásbrú búa á fjórða þúsund manns og fyrirtæki hér eru á þriðja hundrað. Til þess að átta okkur á stærðinni þá er Ásbrúarsvæðið þar sem við erum nú um einn sextugasti af þessum 60 ferkílómetrum. „Þetta er yfirlýsing um það að aðilarnir séu sammála um að það þjóni hagsmunum allra best að vinna saman að því að þróa þetta dýrmæta land og þetta svæði, hanna skipulag fyrir svæðið sem tengist hér flugvellinum. Staðreyndin er sú að það geta komið upp allskonar hagsmunaárekstrar ef að menn eru að vinna þetta hver í sínu horni en hér hafa menn komist að niðurstöðu að það sé langbest að hanna og þróa svæðið sameiginlega,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ, fagnar þessum áfanga. „Sveitarfélögin hafa verið að vinna sameiginlega að þessu máli í nokkur ár ásamt Kadeco, Isavia og fjármálaráðuneytinu þannig að það er virkilega ánægjulegt að þessum áfanga sé náð hérna í dag.“ Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, segir vinnu undanfarinna ára vera eftir hugmyndafræði John D. Kasarda sem ber heitið Aerotropolis. Þar eru borgir hannaðar í kringum flugvöll líkt og verður á svæðinu. „Það er flugborg, viðskiptagarður og innan þessarar flugborgar er til að mynda íbúðahverfi og það er til staðar hér á Ásbrú. Við höfum verið að þróa það með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi en nú er komið að því að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll,“ segir Ísak Ernir.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira