Suarez sá eini sem klúðraði í vítakeppninni og Úrúgvæ úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luis Suarez, framherji Úrúgvæ.
Luis Suarez, framherji Úrúgvæ. vísir/getty
Perú er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir sigur á Úrúgvæ í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus.

Úrúgvæ var mikið mun sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma. Þeir voru meira með boltann og áttu hættulegri færi, þrátt fyrir að Perú hafi átt sín upphlaup.

Úrúgvæ kom boltanum þrisvar í netið en í öll þrjú skiptin voru mörkin dæmd af, eftir skoðun í VARsjánni. Markalaust eftir venjulegan leiktíma og því beint í vítaspyrnukeppni.







Í vítaspyrnukeppninni lét Luis Suarez verja frá sér fyrsta víti Úrúgvæ. Perú skoraði úr öllum sínum vítum og er því komið í undanúrslitin.

Perú mun því mæta Síle í undanúrslitunum en leikurinn fer fram í Gremio á miðvikudagskvöldið. Í hinum undanúrslitunum mætast Brasilía og Argentína, á þriðjudagskvöldið.

Báðir leikirnir sem og úrslitaleikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira