Fótbolti

„Getur ekki unnið titla án samkynhneigðra“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rapinoe í leiknum í gær
Rapinoe í leiknum í gær vísir/getty
Megan Rapinoe hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga, en auk þess að vera ein af lykilmönnum bandaríska landsliðsins á HM kvenna í Frakklandi þá hefur hún átt í deilum við Donald Trump.

Rapinoe stendur ekki á skoðunum sínum og sagði meðal annars á dögunum að hún myndi ekki þiggja boð Trump um að koma í heimsókn í Hvíta húsið fari svo að bandaríska liðið vinni HM.

Eftir sigur Bandaríkjanna á Frakklandi í gærkvöld þar sem Rapinoe skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri sagði hún að kvennalandslið geti ekki náð árangri ef samkynhneigðir fá ekki sæti í liðunum.

„Þú getur ekki unnið titla án þess að vera með samkynhneigða leikmenn. Það hefur aldrei gerst áður, og það er vísindaleg staðreynd,“ sagði Rapinoe, en hún opinberaði samkynhneigð sína árið 2012.

„Ég fæ orku frá fólki eins og mér, sem er að berjast fyrir sömu hlutunum. Það tekur of mikla orku að reyna að sanna að aðrir hafi rangt fyrir sér.“

„Að vera samkynhneigður og frábær á heimsmeistaramóti í baráttumánuði samkynhneigðra er mjög ánægjulegt.“

Bandaríkin, sem eru ríkjandi heimsmeistari, mæta Englandi í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×