Sleggjur munu fljúga Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júní 2019 13:00 Ngannou og dos Santos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga. Það er oft sagt að tæknileg geta sé mest hjá bardagamönnum í léttustu flokkunum en svo fari hún minnkandi eftir því sem þyngdin verður meiri. Bardagar í þungavigt verða því oft slappir og ótæknilegir þar sem menn eiga til að þreytast fljótt ef bardaginn klárast ekki í fyrstu lotu. Það er samt alltaf undarlega heillandi við að sjá tvö tröll kljást í búrinu og finna fyrir þyngd þeirra ferðast um búrið. Það verður alvöru kraftur í búrinu í kvöld þegar þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast. Báðir eru þeir meðal bestu þungavigtarmanna heims og skammt undan titilbardaga. Francis Ngannou skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann kom í UFC. Hann var fljótur að klára bardagana með ógnarkrafti sínum og fékk titilbardaga aðeins tveimur árum eftir að hann kom fyrst í UFC. Ngannou tapaði titilbardaganum og átti síðan einn versta bardaga í sögu UFC þegar hann tapaði fyrir Derrick Lewis. Eins hratt og Ngannou braust fram á sjónarsviðið virtist hann ætla að verða jafn fljótur að hverfa. Hann hefur þó náð góðri endurkomu og núna unnið tvo bardaga í röð – báða með rothöggi á undir mínútu. Junior dos Santos hefur átt nokkuð kaflaskiptan feril í UFC. Hann vann fyrstu sjö bardaga sína í UFC og fékk svo titilbardaga. Dos Santos varð þungavigtarmeistari með sigri á Cain Velasquez en tapaði svo titlinum í öðrum bardaga gegn Velasquez. Eftir það kom tímabil þar sem hann skiptist á að tapa og vinna en fékk þó tvö önnur tækifæri á titlinum sem honum tókst ekki að nýta. Núna hefur dos Santos unnið þrjá bardaga í röð og eru því báðir bardagamenn í lykilstöðu til að fá titilbardaga. Bardaginn er sennilega einn áhugaverðasti bardaginn í sumar hjá UFC. Báðir vilja þeir standa og afgreiða andstæðinginn með rothöggi en samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni. Það verða því stórar sleggjur sem munu fljúga í kvöld. Sigurvegarinn mun sennilega fá næsta titilbardaga en þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst. Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport í nótt. Þar munum við sjá tröllin mætast en einnig verður mikilvægur bardagi í fluguvigtinni á dagskrá og þá mun Demian Maia mæta Anthony Rocco Martin. Bein útsending hefst kl. 1:00 í nótt og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix. 18. febrúar 2019 08:00
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00
Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. 20. janúar 2018 17:15