Erlent

Sjötíu þúsund lítrar af rauðvíni til spillis í vínslagnum mikla

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þarf alltaf að vera vín? Í það minnsta í vínslagnum í Haro á Spáni.
Þarf alltaf að vera vín? Í það minnsta í vínslagnum í Haro á Spáni. Mynd/EPA
Sumir gætu misst slag við að sjá þessa meðferð á rauðvíni en þátttakendur í vínorrustunni miklu í Haro, einu ríkulegasta vínhéraði Spánar, virtust ekki kippa sér upp við það að tugþúsund lítrar af víni skuli fara til spillis.

Hátíðin laðar marga að en hún er einfaldlega slagur þar sem þátttakendur skvetta víni á hvorn annan.

„Þú skvettir víni í hvort annað,“ segir Agnes Kruszewska frá Póllandi. „þú þarft að klæðast hvítu og þegar leikar klárast ertu orðin fjólublá.“

Hátíðin er haldin til að heiðra heilagan Pétur og fagna vínframleiðslu héraðsins en þaðan koma hin þekktu Rioja vín. Talið er að vínþyrstir ferðamenn skvetti um 70 þúsund lítrum af rauðvíni á hátíðinni.

„Þetta er rosalegt fjör,“ segir Karl frá Bretlandi. „Ég skemmti mér konunglega en er orðinn mjög blautur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×