Haukur sigraði tilþrifaríka keppni | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 30. júní 2019 07:00 Haukur Viðar Einarsson á Heklu leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum. Sveinn Haraldsson Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira