Enski boltinn

„Þreytandi að vera alltaf minntur á tapið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rose í leik Englands og Sviss í gær.
Rose í leik Englands og Sviss í gær. vísir/getty
Danny Rose, leikmaður Tottenham, segir að það hafi verið þreytandi að kringum leikmenn Liverpool í enska landsliðshópnum undanfarna daga.

Rose var í liði Tottenham sem tapaði fyrir Liverpool, 0-2, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1. júní síðastliðinn.

Rose var einn fjögurra leikmanna Tottenham í enska landsliðinu sem endaði í 3. sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar í Portúgal. Liverpool átti þrjá fulltrúa í enska hópnum.

„Á hverjum degi ertu minntur á að þú tapaðir úrslitaleiknum. Það var ný reynsla fyrir mig,“ sagði Rose sem var í byrjunarliði Englands sem vann Sviss í vítaspyrnukeppni í bronsleik Þjóðadeildarinnar í gær.

„Það er engin kvöð að spila fyrir landsliðið en það var svolítið þreytandi að vera með Liverpool-mönnunum eftir að hafa tapað úrslitaleiknum,“ bætti Rose við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×