England tók bronsið eftir maraþon vítaspyrnukeppni | Sjáðu öll vítin Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2019 15:45 England vann bronsið i Þjóðadeildinni eftir að liðið hafði betur gegn Sviss í vítaspyrnukeppni. Hetjan varð Jordan Pickford en hann varði síðustu vítaspyrnu leiksins.Vítaspyrnukeppnina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. England var mun sterkari aðilinn í leiknum. Það byrjaði með færi Harry Kane eftir tæpar tvær mínútur en skot hans fór í slána. Eftir það gengu Englendingar á lagið. Þeir sóttu og sóttu að marki Svis en Yan Sommer stóð vaktina vel í markinu. Ekki var mikill kraftur í Sviss en staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Áfram héldu yfirburðir Englendinga í síðari hálfleik en sama var uppi á teningnum og í fyrri hálfleik; ekki vildi boltinn í netið. Staðan enn markalaus eftir venjulegan leiktíma. Framlengingin bauð ekki upp á mikið og ekkert mark var skorað í henni en úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Jordan Pickford hetjan en hann varði vítaspyrnu Josip Drmic.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Harry Maguire skorar fyrir England 1-1 Steven Zuber skorar fyrir Sviss 2-1 Ross Barkley skorar fyrir England 2-2 Granit Xhaka skorar fyrir Sviss 3-2 Jadon Sancho skorar fyrir England 3-3 Manuel Akanji skorar fyrir Sviss 4-3 Raheem Sterling skorar fyrir England 4-4 Kevin Mbabu skorar fyrir Sviss 5-4 Jordan Pickford skorar fyrir England 5-5 Fabian Schär skorar fyrir Sviss 6-5 Eric Dier skorar fyrir England 6-5 Jordan Pickford ver frá Josip DrmicEngland's last nine competitive penalty shoot-outs: 1990 World Cup 1996 Euros (QF) 1996 Euros (SF) 1998 World Cup 2004 Euros 2006 World Cup 2012 Euros 2018 World Cup 2019 Nations League Gareth Southgate has the magic touch... as a manager. pic.twitter.com/WqFBqFm8Jn — Squawka Football (@Squawka) June 9, 2019 England Þjóðadeild UEFA
England vann bronsið i Þjóðadeildinni eftir að liðið hafði betur gegn Sviss í vítaspyrnukeppni. Hetjan varð Jordan Pickford en hann varði síðustu vítaspyrnu leiksins.Vítaspyrnukeppnina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. England var mun sterkari aðilinn í leiknum. Það byrjaði með færi Harry Kane eftir tæpar tvær mínútur en skot hans fór í slána. Eftir það gengu Englendingar á lagið. Þeir sóttu og sóttu að marki Svis en Yan Sommer stóð vaktina vel í markinu. Ekki var mikill kraftur í Sviss en staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Áfram héldu yfirburðir Englendinga í síðari hálfleik en sama var uppi á teningnum og í fyrri hálfleik; ekki vildi boltinn í netið. Staðan enn markalaus eftir venjulegan leiktíma. Framlengingin bauð ekki upp á mikið og ekkert mark var skorað í henni en úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Jordan Pickford hetjan en hann varði vítaspyrnu Josip Drmic.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Harry Maguire skorar fyrir England 1-1 Steven Zuber skorar fyrir Sviss 2-1 Ross Barkley skorar fyrir England 2-2 Granit Xhaka skorar fyrir Sviss 3-2 Jadon Sancho skorar fyrir England 3-3 Manuel Akanji skorar fyrir Sviss 4-3 Raheem Sterling skorar fyrir England 4-4 Kevin Mbabu skorar fyrir Sviss 5-4 Jordan Pickford skorar fyrir England 5-5 Fabian Schär skorar fyrir Sviss 6-5 Eric Dier skorar fyrir England 6-5 Jordan Pickford ver frá Josip DrmicEngland's last nine competitive penalty shoot-outs: 1990 World Cup 1996 Euros (QF) 1996 Euros (SF) 1998 World Cup 2004 Euros 2006 World Cup 2012 Euros 2018 World Cup 2019 Nations League Gareth Southgate has the magic touch... as a manager. pic.twitter.com/WqFBqFm8Jn — Squawka Football (@Squawka) June 9, 2019