Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 20:58 Ragnar fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) - EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) -
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti