Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 22:25 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi. Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41