Emerson Collective eignast hlut í Kerecis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júní 2019 08:00 Laurene Powell Jobs, stofnandi Emerson Collective. Steve Jennings/Getty Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Fjöldi fjárfesta, einkum hluthafar í Kerecis, breytti kröfum á hendur félaginu í hlutafé á gengi í kringum 1.570 krónur á hlut og var samanlagt kaupverð um 732 milljónir. Emerson Collective, sem eru nefnd í höfuðið á heimspekingnum Ralph Waldo Emerson, fjárfesta aðallega í nýsköpunarfyrirtækjum en samtökin fara einnig meðal annars með hlut í tímaritinu The Atlantic, fréttasíðunni Axios Media og kennslufyrirtækinu Amplify. Á meðal annarra fjárfesta sem breyttu kröfum sínum á hendur Kerecis í hlutafé voru Omega, í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir 124 milljónir, lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir 45 milljónir króna og sjóðir á vegum GAMMA Capital Management fyrir 109 milljónir en félögin hafa verið í hluthafahópi nýsköpunarfyrirtækisins um nokkurt skeið. Hlutafé Kerecis hefur verið aukið um þrjátíu prósent á síðustu tveimur mánuðum og stendur nú í 6,2 milljónum hluta. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Fjöldi fjárfesta, einkum hluthafar í Kerecis, breytti kröfum á hendur félaginu í hlutafé á gengi í kringum 1.570 krónur á hlut og var samanlagt kaupverð um 732 milljónir. Emerson Collective, sem eru nefnd í höfuðið á heimspekingnum Ralph Waldo Emerson, fjárfesta aðallega í nýsköpunarfyrirtækjum en samtökin fara einnig meðal annars með hlut í tímaritinu The Atlantic, fréttasíðunni Axios Media og kennslufyrirtækinu Amplify. Á meðal annarra fjárfesta sem breyttu kröfum sínum á hendur Kerecis í hlutafé voru Omega, í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir 124 milljónir, lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir 45 milljónir króna og sjóðir á vegum GAMMA Capital Management fyrir 109 milljónir en félögin hafa verið í hluthafahópi nýsköpunarfyrirtækisins um nokkurt skeið. Hlutafé Kerecis hefur verið aukið um þrjátíu prósent á síðustu tveimur mánuðum og stendur nú í 6,2 milljónum hluta. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira