Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 12:44 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28