Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 18:20 Lögreglumenn í óeirðabúningi draga á burt stúlku úr hópi mótmælenda. AP/Pavel Golovkin Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12