Bretar ætla að stöðva losun fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:53 May (f.m.) kynnir sér tækni til að breyta koltvísýringi í súrefni í Imperial College í London í dag. AP/Stefan Rousseau Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira