Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 23:42 Spjót dómsmálaráðuneytis Trump forseta beinast nú að CIA sem hóf gagnnjósnarannsókn á samskiptum framboðs hans við Rússa árið 2016. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið falast nú eftir því að ræða við fulltrúa leyniþjónustunnar CIA vegna endurskoðunar þess á Rússarannsókninni svonefndu. Svo virðist sem að ráðuneytið vilji kanna ályktanir leyniþjónustunnar um að rússnesk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016 til að hjálpa Donald Trump að sigra. Eftir að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði á milli útsendara þeirra og forsetaframboðs Trump, boðaði William Barr, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, endurskoðun á rannsókninni. Repúblikanar hafa lengi krafist rannsóknar á rannsókninni og þeir halda því meðal annars fram að njósnað hafi verið um starfsmenn framboðs Trump.New York Times segir að ráðuneytið vilji nú ræða við að minnsta kosti einn gagnnjósnasérfræðing og háttsettan greinanda hjá CIA í tengslum við endurskoðunina. Þeir tóku báðir þátt í rannsókn stofnunarinnar á herferð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller komst að afdráttarlausri niðurstöðu um að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump að sigra. Ákærði hann meðal annars rússneskt fyirtæki og einstaklinga því tengda sem ráku leynilega áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Staðfesti Mueller þannig ályktun leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna sem legið hefur fyrir í tvö ár. Trump hefur hins vegar staðfastlega neitað að taka undir mat leyniþjónustustofnana sinna. Forsetinn hefur jafnvel tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og sagst trúa neitunum hans umfram bandarískar leyniþjónustustofnanir.Órói innan CIA vegna endurskoðunarinnar CIA hóf svokallaða gagnnjósnarannsókn á forsetaframboði Trump þegar árið 2016 þegar hún fékk spurnir af grunsamlega tíðum samskiptum starfsmanna þess við Rússa. Barr hefur sagst vilja komast til botns í hvernig það kom til og hvort löggæsluyfirvöld hafi misnotað vald sitt. Endurskoðunin er sögð valda fulltrúum CIA áhyggjum og heilabrotum. Þó að endurskoðun dómsmálaráðuneytisins sé ekki sakamálarannsókn furða þeir sig á því hvers vegna greiningarvinna leyniþjónustunnar sé undir endurskoðun saksóknara komin. Gina Haspel, forstjóri CIA, hefur sagt að stofnunin muni vinna með John H. Durham, alríkissaksóknara sem Barr dómsmálaráðherra fól að endurskoða Rússarannsóknina. Hún muni þó ekki veita upplýsingar sem geti stefnt heimildarmönnum, aðferðum eða sambandi við bandamenn í hættu. Þrátt fyrir að Mueller hafi í rannsókn sinni ekki talið sýnt fram á glæpsamlegt samráð á milli forsetaframboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda lýsti hann fjölda samskipta þeirra á milli í skýrslu sinni. Nokkrir starfsmenn framboðsins voru ákærðir fyrir að ljúga um samskipti sín við Rússa, þar á meðal fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri og ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00 Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Gefur dómsmálaráðherra sínum skotleyfi á Mueller og FBI Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað leyniþjónustum landsins að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsókninni svokölluðu, sem Trump hefur ítrekað kallað nornaveiðar. Auk þess veitti forsetinn ráðherranum vald til að svipta leynd af öllum þeim skjölum og gögnum sem hann vill. 24. maí 2019 12:00
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 14. maí 2019 10:15