Erlent

Cuba Gooding yngri handtekinn vegna áreitni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn leiða Gooding í járnum út í bíl.
Lögreglumenn leiða Gooding í járnum út í bíl. Vísir/Getty

Lögreglan í New York handtók leikarann Cuba Gooding yngri í dag en hann er grunaður um að hafa hafa snert konu án leyfis hennar á skemmtistað á sunnudagskvöld. Leikarinn er sagður hafa gefið sig sjálfur fram við lögreglu eftir að konan kærði hann.

Lögmaður Gooding segir að myndbandsupptökur af skemmtistaðnum sýni fram á sakleysi hans. Ekki hafi örlað á neinu óviðeigandi af hans hálfu. Gooding hafnaði ásökuninni einnig í viðtali við slúðursíðu í gær, að því er segir í frétt Washington Post.

„Það er upptaka af því sem gerðist í raun. Það er það mikilvægasta,“ sagði hann.

Gooding hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Jerry Maguire“ árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×