Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 32-22 | EM sætið tryggt með stórsigri Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. júní 2019 19:45 vísir/andri marinó Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Strákarnir okkar hefðu þess vegna getað tapað leiknum og komist á mótið vegna markatölu en það var auðvitað gríðarleg ánægja með sigurinn. Ísland komst fljótt í 4-0 en 3 af þessum fyrstu 4 mörkum voru hraðaupphlaup en þau einkenndu dálítið sóknarleik Íslands í dag. Ísland náði aldrei að slíta gestina alveg frá sér í seinni hálfleik en forystan fór nokkrum sinnum í 4 mörk en aldrei meira. Tyrkirnir tóku smá áhlaup þegar í lok hálfleiksins og minnkuðu forystu Íslands í 2 mörk, Arnór Þór Gunnarsson skoraði þó seinasta mark hálfleiksins og kom forystunni þannig í 3 mörk. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Íslandi. Strákarnir okkar komu gríðarlega einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í markinu auk þess vörnin fyrir framan hann var alltaf að stela boltanum. Þessi frábæra vörn og markvarsla gaf okkur fullt af hraðaupphlaupum en Ísland skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Lokatölur 32-22 fyrir Íslandi en Tyrkir voru lítil fyrirstaða í seinni hálfleik. Af hverju vann Ísland? Ísland er töluvert betra handboltalið en Tyrkland og þeir sýndu það í dag. Íslenska vörnin og markvarslan var stórkostleg í dag ásamt því að strákarnir gerðu það sem þeir þurftu sóknarlega til að sigla þessum sigri þægilega heim. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í markinu í dag og sýndi af hverju hann er talinn vera einn efnilegasti markmaður í heimi. 51% markvarsla hjá honum og oft dauðafæri sem hann var að verja. Síðan var hann með fullt af flottum sendingum fram völlinn í þessum 14 hraðaupphlaupsmörkum. Vörnin hjá Íslandi var geggjuð í dag. Ýmir Örn og Daníel Þór voru gríðarlega ógnandi í þristunum og vorum lítið að hleypa mönnum fram hjá sér. Síðan voru Elvar, Aron og fleiri góðir við hliðiná þeim. Tyrkir töpuðu boltanum mjög oft í leiknum og það var oft af því að vörnin kom þeim í gríðarlega erfiðar stöður. Bjarki Már Elísson náði í dag því magnaða afreki að skora 11 mörk í einum hálfleik. Hann var að klára færin sín gríðarlega vel og var gríðarlega fljótur fram í hraðaupphlaupunum. Arnór Þór Gunnarsson kláraði sömuleiðis sín færi mjög vel en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. Annars voru margir að leggja í púkkið sóknarlega. Hvað gekk illa? Sóknin var á köflum fyrirsjáanleg og hugmyndasnauð en annars var lítið sem er hægt að setja út á spilamennskuna í dag. Það var engin HBStatz tölfræði úr leiknum í dag. Starfsmaður HSÍ gaf þá skýringu að manneskjan sem sér vanalega um þetta hafi verið veik og það hafi ekki verið hægt að redda manneskju í staðinn. Þetta er auðvitað ekki mikilvægasti hluturinn við landsleik. Þetta er hinsvegar ansi slappt ef það er bara ein manneskja á öllu Íslandi sem HSÍ treystir fyrir að slá inn tölfræðina. Umgjörðin var að mestu leyti góð en það þarf standard í svona málum og svona afsökun gengur eiginlega bara ekki. Það á að vera lifandi tölfræði úr öllum leikjum í Olís deildum karla og kvenna svo það segir eiginlega bara sjálft að það er fullt af fólki hérna á landi sem kann á þetta fína forrit. Hvað gerist næst? Strákarnir okkar fá kærkomið sumarfrí en þeir eru flest allir búnir að fara í gegnum langt tímabil annað hvort hér heima eða í atvinnumennsku erlendis. Síðan er það bara EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar 2020. EM 2020 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði í dag farseðil sinn inn á EM í handbolta 2020 með 32-22 sigri á Tyrkjum í Laugardalshöllinni. Strákarnir okkar hefðu þess vegna getað tapað leiknum og komist á mótið vegna markatölu en það var auðvitað gríðarleg ánægja með sigurinn. Ísland komst fljótt í 4-0 en 3 af þessum fyrstu 4 mörkum voru hraðaupphlaup en þau einkenndu dálítið sóknarleik Íslands í dag. Ísland náði aldrei að slíta gestina alveg frá sér í seinni hálfleik en forystan fór nokkrum sinnum í 4 mörk en aldrei meira. Tyrkirnir tóku smá áhlaup þegar í lok hálfleiksins og minnkuðu forystu Íslands í 2 mörk, Arnór Þór Gunnarsson skoraði þó seinasta mark hálfleiksins og kom forystunni þannig í 3 mörk. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Íslandi. Strákarnir okkar komu gríðarlega einbeittir inn í seinni hálfleikinn. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í markinu auk þess vörnin fyrir framan hann var alltaf að stela boltanum. Þessi frábæra vörn og markvarsla gaf okkur fullt af hraðaupphlaupum en Ísland skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Lokatölur 32-22 fyrir Íslandi en Tyrkir voru lítil fyrirstaða í seinni hálfleik. Af hverju vann Ísland? Ísland er töluvert betra handboltalið en Tyrkland og þeir sýndu það í dag. Íslenska vörnin og markvarslan var stórkostleg í dag ásamt því að strákarnir gerðu það sem þeir þurftu sóknarlega til að sigla þessum sigri þægilega heim. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í markinu í dag og sýndi af hverju hann er talinn vera einn efnilegasti markmaður í heimi. 51% markvarsla hjá honum og oft dauðafæri sem hann var að verja. Síðan var hann með fullt af flottum sendingum fram völlinn í þessum 14 hraðaupphlaupsmörkum. Vörnin hjá Íslandi var geggjuð í dag. Ýmir Örn og Daníel Þór voru gríðarlega ógnandi í þristunum og vorum lítið að hleypa mönnum fram hjá sér. Síðan voru Elvar, Aron og fleiri góðir við hliðiná þeim. Tyrkir töpuðu boltanum mjög oft í leiknum og það var oft af því að vörnin kom þeim í gríðarlega erfiðar stöður. Bjarki Már Elísson náði í dag því magnaða afreki að skora 11 mörk í einum hálfleik. Hann var að klára færin sín gríðarlega vel og var gríðarlega fljótur fram í hraðaupphlaupunum. Arnór Þór Gunnarsson kláraði sömuleiðis sín færi mjög vel en hann skoraði 6 mörk úr 6 tilraunum. Annars voru margir að leggja í púkkið sóknarlega. Hvað gekk illa? Sóknin var á köflum fyrirsjáanleg og hugmyndasnauð en annars var lítið sem er hægt að setja út á spilamennskuna í dag. Það var engin HBStatz tölfræði úr leiknum í dag. Starfsmaður HSÍ gaf þá skýringu að manneskjan sem sér vanalega um þetta hafi verið veik og það hafi ekki verið hægt að redda manneskju í staðinn. Þetta er auðvitað ekki mikilvægasti hluturinn við landsleik. Þetta er hinsvegar ansi slappt ef það er bara ein manneskja á öllu Íslandi sem HSÍ treystir fyrir að slá inn tölfræðina. Umgjörðin var að mestu leyti góð en það þarf standard í svona málum og svona afsökun gengur eiginlega bara ekki. Það á að vera lifandi tölfræði úr öllum leikjum í Olís deildum karla og kvenna svo það segir eiginlega bara sjálft að það er fullt af fólki hérna á landi sem kann á þetta fína forrit. Hvað gerist næst? Strákarnir okkar fá kærkomið sumarfrí en þeir eru flest allir búnir að fara í gegnum langt tímabil annað hvort hér heima eða í atvinnumennsku erlendis. Síðan er það bara EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar 2020.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti