Fullt hús stiga hjá Þjóðverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 17:45 Þjóðverjar fagna marki Linu Magull. vísir/getty Þýskaland átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Suður-Afríku að velli í B-riðli HM kvenna í dag. Lokatölur 0-4, Þjóðverjum í vil. Þýska liðið vann riðilinn með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. Suður-Afríka tapaði hins vegar öllum þremur leikjunum og er fyrsta liðið sem er úr leik á HM. Melanie Leupolz kom Þýskalandi yfir á 14. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Verenu Schweers í netið. Á 29. mínútu jók Sara Däbritz forystu Þjóðverja þegar hún nýtti sér skelfileg mistök suður-afríska markvarðarins, Andile Dlamini. Alexandra Popp skoraði svo þriðja mark Þýskaland með skalla þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði Lina Magull með skoti af stuttu færi á 58. mínútu. Þetta er í fjórða sinn sem Þýskaland vinnur alla sína leiki í riðlakeppninni á HM. Þýska liðið gerði það einnig 1991, 2003 og 2011. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Spánn og Kína bæði komin áfram eftir markalaust jafntefli Spánverjar eru komnir í 16-liða úrslit á HM í fyrsta sinn. 17. júní 2019 17:45
Þýskaland átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Suður-Afríku að velli í B-riðli HM kvenna í dag. Lokatölur 0-4, Þjóðverjum í vil. Þýska liðið vann riðilinn með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. Suður-Afríka tapaði hins vegar öllum þremur leikjunum og er fyrsta liðið sem er úr leik á HM. Melanie Leupolz kom Þýskalandi yfir á 14. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Verenu Schweers í netið. Á 29. mínútu jók Sara Däbritz forystu Þjóðverja þegar hún nýtti sér skelfileg mistök suður-afríska markvarðarins, Andile Dlamini. Alexandra Popp skoraði svo þriðja mark Þýskaland með skalla þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði Lina Magull með skoti af stuttu færi á 58. mínútu. Þetta er í fjórða sinn sem Þýskaland vinnur alla sína leiki í riðlakeppninni á HM. Þýska liðið gerði það einnig 1991, 2003 og 2011.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Spánn og Kína bæði komin áfram eftir markalaust jafntefli Spánverjar eru komnir í 16-liða úrslit á HM í fyrsta sinn. 17. júní 2019 17:45
Spánn og Kína bæði komin áfram eftir markalaust jafntefli Spánverjar eru komnir í 16-liða úrslit á HM í fyrsta sinn. 17. júní 2019 17:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti