Endurnýja þurfi slökkvibúnað fyrir þyrlu vegna gróðurelda Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 18:30 Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur. Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Landhelgisgæslan telur tímabært að endurnýja slökkvibúnað til að nota með þyrlu í baráttu við hugsanlega gróðurelda hér á landi. Búnaðurinn var keyptur fyrir 12 árum. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir þörf á tveimur nýjum svokölluðum slökkviskjólum fyrir næsta vor. Eftir mikla þurrkatíð er hætta talin á gróðureldum í sumarhúsabyggðum á Vesturlandi. Brýnt er fyrir fólki að vara varlega með eld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Ekki er útlit fyrir úrkomu á svæðinu næstu daga. Síðast rigndi þar í byrjun maí. Bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Það kom sér vel í dag þegar eldur kviknaði við svínabú á Hýrumel í Borgarfirði. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn fljótt sem talinn er hafa kviknað í rafmagnstöflu.Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld viðbrögð vegna gróðurelda. Æfingin hefst klukkan 19.30 og nær hámarki í Skorradal um klukkustund síðar. Meðal annars verður prófað hvernig gengur að komast að vatni. Slökkvibíll komst ekki að sumarbústað í Skorradal sem kviknaði í um miðjan apríl vegna þess hversu þröngur vegurinn að bústaðnum er.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2Þyrla ekki við æfinguna Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við æfinguna í Skorradal í kvöld vegna annarra verkefna. En komi upp gróðureldur er hún til taks ásamt svokallaðri slökkviskjólu. „Þyrlan Líf er klár til þess að fara með búnaðinn ef á þarf að halda. En þetta er sennilega seinasta árið sem þessi búnaður verður í notkun því að hann er kominn til ára sinna og þarfnast endurnýjunar,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Ásgrímur segir að endurnýja þurfi búnaðinn fyrir næsta vor. Áætlað er að ný skjóla kosti um níu milljónir króna. Búnaðinn er eingöngu hægt að nota með þyrlunni Líf. Krókar verða settir á tvær nýjar þyrlur, Eir og Gró, svo allar þyrlurnar nýtist til að slökkva gróðurelda. „Það er hægt að fá fullkomnari búnað þar sem er einhvers konar sogbarki og dæla þannig að það er hægt að dæla upp í fötuna í stað þess að dýfa henni í, sem getur reynst vel þegar vatnið sem er sótt er í hana er í grunnu vatni,“ segir Ásgrímur.
Almannavarnir Borgarbyggð Landhelgisgæslan Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira