Erlent

Fyrsta messa frá bruna haldin í Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Erkibiskup Parísar, Michel Aupetit (Fyrir miðju) predíkaði í dag með öryggishjálm á höfði.
Erkibiskup Parísar, Michel Aupetit (Fyrir miðju) predíkaði í dag með öryggishjálm á höfði. Getty/Chesnot
Messa var í dag haldin í Vorrar frúar kirkju, Notre Dame, í París. Messan var sérstök fyrir þær sakir að um er að ræða fyrstu messuna sem haldin er í kirkjunni sögufrægu frá brunanum mikla sem olli miklum skemmdum á kirkjunni 15. apríl síðastliðinn. AP greinir frá.

Erkisbiskup Parísarborgar, Michel Aupetit, predikaði fyrir þrjátíu messugesti en fjöldi messugesta var takmarkaður sökum aðstæðna. Ummerki brunans sáust greinilega og biskupinn var klæddur öryggishjálmi á meðan að á athöfninni stóð.

Flestir messugesta voru prestar, meðhjálparar eða aðrir starfsmenn kirkjunnar en aðrir gátu fylgst með messunni í beinni útsendingu.

Miklum fjárhæðum var lofað til endurbyggingar Notre Dame eftir brunann en greint var frá því í gær að fjársterku aðilarnir sem lofað hefðu útlátum hafi ekki staðið við stóru orðin en ekkert fjármagn hefur skilað sér.


Tengdar fréttir

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×