Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 12:49 Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal. Vísir/Bjarni Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53