Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Sighvatur Jónsson skrifar 18. júní 2019 12:15 Kvenfluga lúsmýs. Mynd/Scott Bauer Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa. Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa.
Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03