Kaupþing íhugar sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 10:53 Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Vísir/Getty Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs. Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs.
Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23