Erlent

Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja

Sylvía Hall skrifar
Vegfarendur staldra við fyrir utan þjónustumiðstöðina þar sem skotárásin fór fram.
Vegfarendur staldra við fyrir utan þjónustumiðstöðina þar sem skotárásin fór fram. Vísir/Getty
Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá.

Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.

Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir.

„Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið.

Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar.

„Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu.

Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×