Viðskipti innlent

Gjaldþrot Smellinn nam 650 milljónum króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um áttatíu manns störfuðu hjá Smellinn þegar mest var.
Um áttatíu manns störfuðu hjá Smellinn þegar mest var.
Skiptum er lokið í þrotabú byggingafyrirtækisins Smellinn á Akranesi sem framleiddi einingarhús. Lýstar veðkröfur í búið námu 657 milljónum króna. Þarf af voru veðkröfur 585 milljónir króna en almennar kröfur 72 milljónir króna. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu.

Smellinn, sem var í eigu BM Vallár, var úrskurðað gjaldþrota í ágúst 2010.

Smellinn varð til árið 2000 sem deild í fyrirtækinu Þorgeir og Helgi hf. á Akranesi. Árið 2004 voru gerðar skipulagsbreytingar á móðurfélaginu og stefnan tekin á framleiðslu húseininga. Var nafni fyrirtækisins þá breytt í Smellinn hf. og var starfsmannafjöldinn fljótlega kominn í 80 manns, að því er fram kom í umfjöllun Viðskiptablaðsins árið 2010.

Eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar, sem einnig var móðurfélag BM Vallá, gekk síðan frá kaupum á fyrirtækinu Smellinn hf. á Akranesi haustið 2007. BM Vallá var síðan úrskurðað gjaldþrota með 10 milljarða króna skuldir á bakinu í maí 2010.

Fyrr í dag var fjallað um 12 milljarða króna Fasteignafélagsins Ármanns, sem hélt utan um fasteignir BM Vallá.

BM Vallá er í dag rekið á annarri kennitölu og notast enn við Smellinn einingarlausnir.


Tengdar fréttir

Móðurfélag BM Vallá kaupir Smellinn hf.

Eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar, sem einnig er móðurfélag BM Vallá, hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu Smellinn hf. á Akranesi. Kaupverð er ekki gefið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×