Fótbolti

Southgate fagnar því að VARsjáin verði notuð í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
VAR tæknin verður notuð í vikunni.
VAR tæknin verður notuð í vikunni. vísir/getty
VAR, myndbandsaðstoðardómarar, verða notaðir er úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar hefst í Portúgal á miðvikudaginn.

Þetta verður því í fyrsta skipti sem UEFA notar VAR er landslið eiga í hlut en FIFA notaði VARsjána með misjöfnum árangri á HM í Rússlandi í sumar.

UEFA ákvað að taka þessa ákvörðun eftir að VAR kom vel að notum í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar og úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Okkar reynsla af VAR í sumar var jákvæð,“ sagði Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins. „Stóru ákvarðanirnar verða að vera réttar og VAR hjálpar dómaranum þar.“

England er einmitt í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar en þeir mæta heimamönnum í Portúgal á fimmtudagskvöldið. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Portúgal og Sviss en þau mætast á miðvikudag.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en úrslitaleikurinn og leikurinn um þriðja sætið fer svo fram á sunnudaginn en allir leikirnir fara fram í Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×