Fótbolti

Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Antonio Reyes.
Jose Antonio Reyes. Getty/Richard Heathcote
Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla.

Jarðaför Reyes, sem var bara 35 ára gamall, fór fram í dag í heimabæ hans Utrera á suður Spáni.





Bílslysið varð klukkan 11.40 á laugardaginn á hraðbraut á milli Utrera og Sevilla. Tveir aðrir ættingar Reyes voru í bílnum og lést annar þeirra en hinn komst út við illan leik.

Mundo Deportivo hefur komist í lögregluskýrslur og komist að ástæðum bílslyssins sem kostaði Reyes lífið en það er sprungið dekk og hraðakstur.

Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða þegar það sprakk hjá honum og hann missti stjórn á bílnum. Reyes keyrði Mercedes Brabus S550 sportbíl.

Bílinn fór út af veginum, klessti á steypuklumpa, valt og svo kviknaði á endanum í bílnum.

Jose Antonio Reyes var meðlimur hinna ósigruðu Arsenal manna tímabilið 2003-04 og þá vann hann einnig titla með Real Madrid, Sevilla, Atlético Madrid og Benfica. Hann var ekki búinn að leggja skóna á hilluna og spilaði með Extremadura UD í spænsku b-deildinni í vetur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×