Viðskipti innlent

Fyrrverandi sjóðsstjóri hjá GAMMA stofnar sjóðinn Algildi

Hörður Ægisson skrifar
Jóhann Gísli Jóhannesson.
Jóhann Gísli Jóhannesson.
Jóhann Gísli Jóhannesson, sem starfaði áður sem sjóðsstjóri hjá GAMMA Capital Management, hefur komið á fót fagfjárfestasjóðnum Algildi.

Í samtali við Markaðinn segir Jóhann Gísli að sjóðurinn, en starfsemi hans hófst fyrir fáeinum vikum, geti að hámarki orðið um 1.500 milljónir króna að stærð. Í síðasta mánuði nam hlutafé sjóðsins, sem hefur hingað til komið frá fjársterkum einkafjárfestum, nokkur hundruð milljónum króna.

Sjóðurinn mun fjárfesta í bæði skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi.

Jóhann Gísli var sjóðsstjóri hlutabréfa- og fyrirtækjaskuldabréfasjóða hjá GAMMA á árunum 2015 til 2018 en þar áður vann hann hjá Íslandsbanka og sem sjóðsstjóri innlendra hlutabréfa hjá Íslandssjóðum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×