Fjarskiptarisar veðja á afþreyingu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir að eftir samrunann sé Sýn eina alhliða fjölmiðlafyrirtækið á þessum markaði. Ákveðið var að kaupa eignir 365 miðla til þess að aðgreina Sýn frá öðrum fjarskiptafyrirtækjum á markaði. vísir/getty Fjarskiptafyrirtæki hafa reglulega þurft að umbylta rekstrinum til þess að bregðast við þeim öru breytingum sem tækniþróun hefur haft í för með sér. Tekjulindir sem áður báru reksturinn uppi hafa orðið úreltar og hefur það knúið fjarskiptafyrirtæki til að byggja þjónustu ofan á þá innviði sem þau búa yfir. Forstjóri Sýnar segir félagið hafa skapað sér sérstöðu með kaupum á starfsemi 365 miðla. Styrkleiki félagsins felist nú í getu þess til að framleiða innlent afþreyingarefni. Forstjóri Símans segir að auk innlendrar framleiðslu verði íþróttaviðburðir í lykilhlutverki í afþreyingarþjónustu fjarskiptafyrirtækja enda sé meiri vissa um sýningarétti á beinum útsendingum en öðru sjónvarpsefni. „Fjarskiptafyrirtæki í Evrópu standa fjárhagslega ekki vel sem er þvert á það sem margir halda. Tekjur hafa dregist saman um 20 prósent á síðustu 10 árum í takt við lækkun farsímagjalda og á sama tímabili hafa þau fjárfest fyrir 500 milljarða evra til að auka þjónustuframboð og tengingarhraða,“ segir Halldór Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur í fjarskiptamálum hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company, í samtali við Markaðinn. „Fram undan er nýr fasi í útbreiðslu stafrænnar þjónustu sem er oft kenndur við internet hlutanna (e. internet of things). Þessi þróun mun hafa í för með sér breytingar, bæði í daglegu lífi okkar og rekstri fyrirtækja. Þannig eykst landsframleiðsla og hagvöxtur. Evrópsku fjarskiptafyrirtækin eru hins vegar illa í stakk búin til að takast á við nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum, 5G-netum og ljósleiðurum. Arðsemi fjárfestinganna (e. return on investment) svarar ekki arðsemiskröfu fjármagns.“ Samdráttur í tekjum af farsímanotkun hefur neytt fjarskiptafyrirtæki til að laga reksturinn að breyttum aðstæðum. Halldór segir að fyrirtækin hafi öll gripið til þess ráðs að einfalda reksturinn og draga úr kostnaði. „Ein leiðin er sú að hagræða, loka verslunum og gera þjónustuna stafræna. Sem dæmi hafði TDC í Danmörku 16 þúsund starfsmenn fyrir 10 árum en í dag eru þeir um 7 þúsund. Hin leiðin felur í sér að fjárfesta í því að auka vöruframboð eins og að byggja upp efnisveitur með áskriftarþjónustu eða bjóða upp á tengdar vörur, svo sem öryggiskerfi fyrir heimilið. Þetta eru mismunandi leiðir og það er óljóst hver sú rétta er,“ segir Halldór. Þá nefnir hann að fjarskiptamarkaðurinn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar hafi þróast með ólíkum hætti.„Evrópusambandið og ríkisstjórnir aðildarlanda hafa haldið aftur af samrunum og ekki náð að samræma rekstrarumhverfi. Ef við skoðum til dæmis fjarskiptarisa á borð við Vodafone og Orange þá er reksturinn í einu landi tiltölulega óháður rekstri í öðru landi. Evrópumarkaðurinn samanstendur af mörgum minni fyrirtækjum en Bandaríkin hafa aftur á móti leyft samþjöppun sem hefur leitt til þess að nú eru fjórir risar á markaðinum og þeir verða þrír ef samruni T-Mobile og Sprint gengur í gegn,“ segir Halldór. Þessi ólíka þróun endurspeglast í þeirri staðreynd að á tímabilinu 2008 til 2017, þegar tekjur evrópskra fjarskiptafyrirtækja lækkuðu um 20 prósent, hækkuðu tekjur bandarískra fjarskiptafyrirtækja um 50 prósent. Nú er hins vegar útlit fyrir að breytt verði um stefnu í Evrópu. „Ef við horfum 20 ár aftur í tímann þá voru 4-5 stór tæknifyrirtæki í fjarskiptum í Evrópu sem voru leiðandi í nýsköpun og á meðal verðmætustu fyrirtækja heims, til dæmis T-Mobile, Nokia og Ericsson. Nú er staðan þannig að Facebook, Google og Apple eru að taka langstærstan hluta af arðseminni sem byggist á fjarskiptum. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll bandarísk. Þetta hefur valdið viðhorfsbreytingu hjá evrópskum yfirvöldum sem reyna að skapa vöxt og eru nú til dæmis opnari fyrir samrunum og samnýtingu á innviðum. Það er verið að leita leiða til þess að styrkja iðnaðinn í Evrópu svo að hann leiki stærra hlutverk á heimsmarkaðinum,“ segir Halldór.Halldór Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá McKinsey.Deilt um aðgang að innviðum Halldór segir að staða fjarskiptainnviða á Íslandi sé ólík því sem gerist í flestum öðrum löndum. Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hefur lagt ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu og selur aðgang að ljósleiðaranetinu til þjónustufyrirtækja eins og Sýn, Nova, Hringiðan og Hringdu. Síminn og Gagnaveitan hafa hins vegar ekki náð saman um aðgang að netinu og því hefur Síminn ákveðið að leggja eigin ljósleiðara víða á höfuðborgarsvæðinu í gegnum dótturfélagið Mílu. „Það er ekki hagkvæmt að leggja tvo ljósleiðara að hverju heimili, eins og gildir um vatnslagnir og rafmagnsleiðslur. Ein lausn til að skapa samkeppni á markaðinum væri að fá fyrirtæki til að keppa um búnaðinn sem er settur á endann á ljósleiðaranum. Það er lykilatriði fyrir iðnaðinn að stuðla að hagkvæmri nýtingu innviða en þetta aftur á móti pólitískt mál, enda hefur Orkuveitan varið miklum fjármunum í að leggja netið og vill fá arð af fjárfestingunni,“ segir Halldór. „Evrópa horfir fram á að það muni kosta 140 milljarða evra að ljósleiðaravæða 70 prósent heimila. Hins vegar er búið að leggja nánast 100 prósent af ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu en lítið úti á landi. Það væri því betra að stýra fjárfestingum út á land.“ Síminn hefur lagt fram tillögur um að útvíkka lagafrumvarp um innleiðingu Evróputilskipunar um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svokölluðum svörtum ljósleiðara. Tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðið um miðjan maí. Þar skrifaði Heiðar að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. „Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði?“ skrifaði hann.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Samruninn skapaði sérstöðu Sýn varð til eftir að Fjarskipti, eins og félagið hét þá, keyptu stærstan hluta fjölmiðlastarfsemi 365 miðla á árinu 2017. Hugmyndin sem lá að baki kaupunum var að nýta fjarskiptainnviðina til þess að breikka vöruframboðið, að sögn Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. „Við töldum að þarna væri tækifæri til að aðgreina okkur frá öðrum símafyrirtækjum. Upplýsingatækni, fjarskipti og afþreying eru að renna saman og þá er mikilvægt að geta nýtt innviðina sem eru til staðar. Við eigum grunnnet til að dreifa efni og hví ekki að framleiða efnið og selja það? Með því að byggja þjónustu ofan á innviðina náum við að dýpka sambandið við viðskiptavininn með breiðara vöruframboði,“ segir Heiðar. „Nú höfum sérstöðu að því leyti að við erum eina alhliða fjölmiðlafyrirtækið á þessum markaði. Það felst ekki samkeppnisforskot í því að kaupa inn efni frá Time Warner eða HBO, fólk getur nálgast það með öðrum leiðum. Okkar styrkleiki hlýtur að felast í framleiðslu á innlendu afþreyingarefni og þar erum við að prófa ýmislegt nýtt. Körfuboltakvöld er dæmi um vel heppnaða vöru sem er í raun frekar skemmtiþáttur en íþróttaþáttur. Þetta getum við gert sem alhliða fjölmiðlafyrirtæki.“ Samruninn gekk ekki hnökralaust. Stjórnendur höfðu vanmetið kostnaðinn við samþættingu á starfseminni og samlegðaráhrifin skiluðu sér ekki jafnskjótt og áætlað var. Heiðar er þó í engum vafa um að samruninn hafi verið rétt ákvörðun. „Það var farsímahlutinn sem gaf eftir í kjölfar samrunans og það má að stórum hluta rekja til þess að við misstum viðskiptavini yfir til keppinauta þegar áherslan var öll á að klára samrunann. Rekstur miðlanna gengur ágætlega og sýnir að þetta voru skynsamleg kaup,“ segir Heiðar og nefnir að fjarskiptamarkaðurinn hafi tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Verð lækki ár eftir ár og gæði þjónustunnar aukist samhliða. Til að mynda hafi verð farsímaþjónustu lækkað um 78 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Gömlu burðarstólparnir í rekstrinum, eins og langlínusímtöl, símtöl til útlanda og sms, eru horfnir. Þetta er allt ókeypis í dag. Það sem gerir fjarskiptamarkaðinn áhugaverðan og spennandi er að fyrirtækin hafa reglulega þurft að umbylta rekstrinum til að finna nýjar tekjulindir.“ Þá stendur Sýn að uppbyggingu fimm þúsund fermetra gagnavers á Korputorgi í samstarfi við Opin kerfi, Reiknistofu bankanna og Korputorg. Hún felur í sér enn fleiri tækifæri til útvíkkunar á starfsemi Sýnar. „Við erum að ráðast í þessa uppbyggingu vegna þess að gagnamagnið margfaldast á hverju ári og við viljum geta haldið utan um hýsinguna. Nýja gagnaverið mun hýsa alla greiðslumiðlun landsins þannig að kröfur um öryggi og eftirlit eru miklar. Þar erum við vottað fyrirtæki og erum nú þegar með sólarhringsvöktun á kerfunum okkar sem eru mjög mikilvægir innviðir og ljósleiðaratengingar heim til fólks. Ég sé fyrir mér að hægt sé að byggja á þeim grunni, til dæmis með því að selja öryggiskerfi, enda eru allir innviðir og öll þekkingin sem þarf til staðar.“Orri Hauksson, forstjóri SímansMeiri vissa um íþróttirnar Í uppgjöri Símans fyrir fyrsta ársfjórðung mátti greina þær breytingar sem eru að eiga sér stað á fjarskiptamarkaði en vægi sjónvarpsþjónustu Símans af tekjum hefur farið sívaxandi. Tekjur af sjónvarpsþjónustu jukust um 14,1 prósent miðað við sama fjórðung á síðasta ári en á milli sömu tímabila lækkuðu tekjur af farsímaþjónustu um 11,9 prósent. Það má þó að stórum hluta rekja til tapaðra heildsölusamninga við 365 miðla eftir að starfsemin sameinaðist Sýn. „Það ríkir hörð samkeppni á þessum markaði sem endurspeglast í því að verð farsímaþjónustu lækkar ár frá ári. Kostnaðurinn við að bæta einum viðskiptavini við farsímakerfið er smávægilegur og verðstríð hefur ríkt á þessum markaði. Tekjur af farsímanotkun hafa verið að fara niður en það sem hefur vegið á móti þessari þróun er afþreyingarhlutinn. Upphaflega voru tæknilegar ástæður fyrir því að sjónvarpsmálin tengdust fjarskiptum, enda auðgar gagnvirknin efnisnotkunina. Í seinni tíð eru fyrirtækin líka einfaldlega að finna nýjar tekjulindir,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Hann bætir við að Síminn hafi byrjað að dreifa sjónvarpi á síðustu öld, en 2003 hafi verið tekin ákvörðun um að IPTV-væða nær allt landið. Hann telur að innlend framleiðsla og íþróttaviðburðir verði í lykilhlutverki í afþreyingarþjónustu fjarskiptafyrirtækja þar sem meðhöndlun sýningarrétta á hefðbundnu sjónvarpsefni, svo sem amerískum þáttaröðum, muni breytast. „Við erum að upplifa gullöld sjónvarps, það hefur aldrei verið framleitt jafn mikið efni í heiminum og mörg stór kvikmyndaver úti í heimi munu á næstu árum reyna að selja beint til neytenda. Þau munu hins vegar þróa söluaðferðir sínar smám saman en ekki með neinum asa, vegna þess að stærstu kúnnarnir eru fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækin sem hafa hingað til keypt sýningarréttina. Verin munu reyna að ná beinu sambandi við neytendur án þess að skemma viðskiptasamband sitt við stóru kúnnana of hratt eða snemma,“ segir Orri. „Það verður einhver grisjun á þessum sjónvarpsmarkaði vegna þess að það er verið að framleiða meira efni en eftirspurn verður eftir. Netflix, sem er langstærsta fyrirtækið á þessum markaði sem selur eingöngu beint til endakúnnans, er að tapa peningum á hverjum einasta degi. Það er bóla í framleiðslu á sjónvarpsefni og hún mun springa. Eitthvað þarf að gefa eftir.“ Síminn hafði betur gegn Sýn í útboðinu á sýningarrétti á enska boltanum til næstu þriggja ára og flyst hann til Símans næsta haust. Eins og Markaðurinn greindi frá í vetur nam tilboð Símans minnst 8,8 milljónum evra, eða sem nemur 1,2 milljörðum króna. Síminn hefur kynnt verðlagningu á áskriftinni en hún mun kosta 4.500 krónur. „Það er sennilega langt í að sýningar á stærstu alþjóðlegu íþróttaviðburðunum verði seldar beint til neytenda vegna þess að framleiðendurnir vilja verðaðgreina markaði. Greiðsluviljinn fyrir enska boltann er mismunandi eftir löndum og í staðinn fyrir að vera með eitt verð fyrir alla í heimunum þá selja þeir sýningaréttinn til staðbundinna fyrirtækja á misháu verði. Það eru ekki alveg sömu lögmál sem gilda um þáttaraðir annars vegar og viðburði í beinni útsendingu hins vegar. Stóru samfélagsmiðlarnir hafa verið kaupa sýningarrétti á minni íþróttaviðburðum hér og þar, en þeir hafa ekki lagt í að bjóða í þessa stóru og ég held að það sé nokkuð í að það breytist.“Gengið furðulágt Á síðustu tólf mánuðum hefur gengi Sýnar lækkað úr 66,9 krónum á hlut í 35,8 krónur. Það náði lágpunkti byrjun apríl í 30,1 en hefur síðan mjakast upp á við. Fyrir sameiningu Fjarskipta og 365 miðla var verðmatsgengi Capacent á Fjarskiptum 47 til 49 og var við markaðsgengi. Eftir kaup Fjarskipta á 365 miðlum hækkaði það í um 75 í ljósi væntinga um samlegð og vaxtartækifæri sameinaðs félags. Það lækkaði þegar ljóst var að áætlanir Sýnar stæðust ekki og er nú 51,4, eða um 44 prósentum yfir markaðsgengi. „Félagið á eftir að slípa verkferlana og ná fram fullum samlegðaráhrifum. Það er hins vegar furðulegt hversu lágt gengið er í dag og virðist sem sameiningin hafi haft neikvæð áhrif á félagið. Jafnvel þó að 365 miðlar leggi ekkert til rekstrar Sýnar þarf mikla svartsýni til að fá verðmatsgengi sem er lægra en 40,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. Gengi Símans stendur í 4,4 krónum og er komið á svipaðan stað og það var fyrir 12 mánuðum eftir að hafa sigið niður í 3,5. „Það er erfitt að bera þessi fyrirtæki saman vegna þess að þetta eru í raun ólík fyrirtæki en það ríkir augljóslega hörð samkeppni í farsímaþjónustu. Tekjuvöxturinn kemur úr afþreyingu og mér sýnist framlegðin þar vera meiri,“ segir Snorri. Verðmat Capacent fyrir Símann hljóðar upp á 5 krónur á hlut sem er um 13,7 prósentum yfir markaðsgengi.Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Fjölmiðlar Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fjarskiptafyrirtæki hafa reglulega þurft að umbylta rekstrinum til þess að bregðast við þeim öru breytingum sem tækniþróun hefur haft í för með sér. Tekjulindir sem áður báru reksturinn uppi hafa orðið úreltar og hefur það knúið fjarskiptafyrirtæki til að byggja þjónustu ofan á þá innviði sem þau búa yfir. Forstjóri Sýnar segir félagið hafa skapað sér sérstöðu með kaupum á starfsemi 365 miðla. Styrkleiki félagsins felist nú í getu þess til að framleiða innlent afþreyingarefni. Forstjóri Símans segir að auk innlendrar framleiðslu verði íþróttaviðburðir í lykilhlutverki í afþreyingarþjónustu fjarskiptafyrirtækja enda sé meiri vissa um sýningarétti á beinum útsendingum en öðru sjónvarpsefni. „Fjarskiptafyrirtæki í Evrópu standa fjárhagslega ekki vel sem er þvert á það sem margir halda. Tekjur hafa dregist saman um 20 prósent á síðustu 10 árum í takt við lækkun farsímagjalda og á sama tímabili hafa þau fjárfest fyrir 500 milljarða evra til að auka þjónustuframboð og tengingarhraða,“ segir Halldór Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur í fjarskiptamálum hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company, í samtali við Markaðinn. „Fram undan er nýr fasi í útbreiðslu stafrænnar þjónustu sem er oft kenndur við internet hlutanna (e. internet of things). Þessi þróun mun hafa í för með sér breytingar, bæði í daglegu lífi okkar og rekstri fyrirtækja. Þannig eykst landsframleiðsla og hagvöxtur. Evrópsku fjarskiptafyrirtækin eru hins vegar illa í stakk búin til að takast á við nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum, 5G-netum og ljósleiðurum. Arðsemi fjárfestinganna (e. return on investment) svarar ekki arðsemiskröfu fjármagns.“ Samdráttur í tekjum af farsímanotkun hefur neytt fjarskiptafyrirtæki til að laga reksturinn að breyttum aðstæðum. Halldór segir að fyrirtækin hafi öll gripið til þess ráðs að einfalda reksturinn og draga úr kostnaði. „Ein leiðin er sú að hagræða, loka verslunum og gera þjónustuna stafræna. Sem dæmi hafði TDC í Danmörku 16 þúsund starfsmenn fyrir 10 árum en í dag eru þeir um 7 þúsund. Hin leiðin felur í sér að fjárfesta í því að auka vöruframboð eins og að byggja upp efnisveitur með áskriftarþjónustu eða bjóða upp á tengdar vörur, svo sem öryggiskerfi fyrir heimilið. Þetta eru mismunandi leiðir og það er óljóst hver sú rétta er,“ segir Halldór. Þá nefnir hann að fjarskiptamarkaðurinn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar hafi þróast með ólíkum hætti.„Evrópusambandið og ríkisstjórnir aðildarlanda hafa haldið aftur af samrunum og ekki náð að samræma rekstrarumhverfi. Ef við skoðum til dæmis fjarskiptarisa á borð við Vodafone og Orange þá er reksturinn í einu landi tiltölulega óháður rekstri í öðru landi. Evrópumarkaðurinn samanstendur af mörgum minni fyrirtækjum en Bandaríkin hafa aftur á móti leyft samþjöppun sem hefur leitt til þess að nú eru fjórir risar á markaðinum og þeir verða þrír ef samruni T-Mobile og Sprint gengur í gegn,“ segir Halldór. Þessi ólíka þróun endurspeglast í þeirri staðreynd að á tímabilinu 2008 til 2017, þegar tekjur evrópskra fjarskiptafyrirtækja lækkuðu um 20 prósent, hækkuðu tekjur bandarískra fjarskiptafyrirtækja um 50 prósent. Nú er hins vegar útlit fyrir að breytt verði um stefnu í Evrópu. „Ef við horfum 20 ár aftur í tímann þá voru 4-5 stór tæknifyrirtæki í fjarskiptum í Evrópu sem voru leiðandi í nýsköpun og á meðal verðmætustu fyrirtækja heims, til dæmis T-Mobile, Nokia og Ericsson. Nú er staðan þannig að Facebook, Google og Apple eru að taka langstærstan hluta af arðseminni sem byggist á fjarskiptum. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll bandarísk. Þetta hefur valdið viðhorfsbreytingu hjá evrópskum yfirvöldum sem reyna að skapa vöxt og eru nú til dæmis opnari fyrir samrunum og samnýtingu á innviðum. Það er verið að leita leiða til þess að styrkja iðnaðinn í Evrópu svo að hann leiki stærra hlutverk á heimsmarkaðinum,“ segir Halldór.Halldór Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá McKinsey.Deilt um aðgang að innviðum Halldór segir að staða fjarskiptainnviða á Íslandi sé ólík því sem gerist í flestum öðrum löndum. Gagnaveita Reykjavíkur, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hefur lagt ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu og selur aðgang að ljósleiðaranetinu til þjónustufyrirtækja eins og Sýn, Nova, Hringiðan og Hringdu. Síminn og Gagnaveitan hafa hins vegar ekki náð saman um aðgang að netinu og því hefur Síminn ákveðið að leggja eigin ljósleiðara víða á höfuðborgarsvæðinu í gegnum dótturfélagið Mílu. „Það er ekki hagkvæmt að leggja tvo ljósleiðara að hverju heimili, eins og gildir um vatnslagnir og rafmagnsleiðslur. Ein lausn til að skapa samkeppni á markaðinum væri að fá fyrirtæki til að keppa um búnaðinn sem er settur á endann á ljósleiðaranum. Það er lykilatriði fyrir iðnaðinn að stuðla að hagkvæmri nýtingu innviða en þetta aftur á móti pólitískt mál, enda hefur Orkuveitan varið miklum fjármunum í að leggja netið og vill fá arð af fjárfestingunni,“ segir Halldór. „Evrópa horfir fram á að það muni kosta 140 milljarða evra að ljósleiðaravæða 70 prósent heimila. Hins vegar er búið að leggja nánast 100 prósent af ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu en lítið úti á landi. Það væri því betra að stýra fjárfestingum út á land.“ Síminn hefur lagt fram tillögur um að útvíkka lagafrumvarp um innleiðingu Evróputilskipunar um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svokölluðum svörtum ljósleiðara. Tillaga Símans hefur sætt gagnrýni af hálfu eftirlitsstofnana og keppinauta félagsins og sem dæmi skrifaði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í grein í Fréttablaðið um miðjan maí. Þar skrifaði Heiðar að með tillögunni væri verið að framlengja lóðrétt samþætta markaðsráðandi stöðu Símasamstæðunnar inn í ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur, þvert gegn inntaki tilskipunarinnar. „Ætla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd að ganga erinda eins fyrirtækis, þvert á inntak tilskipunar ESB, baka ríkinu hugsanlega skaðabótaskyldu, fara á móti Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitinu og varanlega skaða neytendur á fjarskiptamarkaði?“ skrifaði hann.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Samruninn skapaði sérstöðu Sýn varð til eftir að Fjarskipti, eins og félagið hét þá, keyptu stærstan hluta fjölmiðlastarfsemi 365 miðla á árinu 2017. Hugmyndin sem lá að baki kaupunum var að nýta fjarskiptainnviðina til þess að breikka vöruframboðið, að sögn Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. „Við töldum að þarna væri tækifæri til að aðgreina okkur frá öðrum símafyrirtækjum. Upplýsingatækni, fjarskipti og afþreying eru að renna saman og þá er mikilvægt að geta nýtt innviðina sem eru til staðar. Við eigum grunnnet til að dreifa efni og hví ekki að framleiða efnið og selja það? Með því að byggja þjónustu ofan á innviðina náum við að dýpka sambandið við viðskiptavininn með breiðara vöruframboði,“ segir Heiðar. „Nú höfum sérstöðu að því leyti að við erum eina alhliða fjölmiðlafyrirtækið á þessum markaði. Það felst ekki samkeppnisforskot í því að kaupa inn efni frá Time Warner eða HBO, fólk getur nálgast það með öðrum leiðum. Okkar styrkleiki hlýtur að felast í framleiðslu á innlendu afþreyingarefni og þar erum við að prófa ýmislegt nýtt. Körfuboltakvöld er dæmi um vel heppnaða vöru sem er í raun frekar skemmtiþáttur en íþróttaþáttur. Þetta getum við gert sem alhliða fjölmiðlafyrirtæki.“ Samruninn gekk ekki hnökralaust. Stjórnendur höfðu vanmetið kostnaðinn við samþættingu á starfseminni og samlegðaráhrifin skiluðu sér ekki jafnskjótt og áætlað var. Heiðar er þó í engum vafa um að samruninn hafi verið rétt ákvörðun. „Það var farsímahlutinn sem gaf eftir í kjölfar samrunans og það má að stórum hluta rekja til þess að við misstum viðskiptavini yfir til keppinauta þegar áherslan var öll á að klára samrunann. Rekstur miðlanna gengur ágætlega og sýnir að þetta voru skynsamleg kaup,“ segir Heiðar og nefnir að fjarskiptamarkaðurinn hafi tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Verð lækki ár eftir ár og gæði þjónustunnar aukist samhliða. Til að mynda hafi verð farsímaþjónustu lækkað um 78 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Gömlu burðarstólparnir í rekstrinum, eins og langlínusímtöl, símtöl til útlanda og sms, eru horfnir. Þetta er allt ókeypis í dag. Það sem gerir fjarskiptamarkaðinn áhugaverðan og spennandi er að fyrirtækin hafa reglulega þurft að umbylta rekstrinum til að finna nýjar tekjulindir.“ Þá stendur Sýn að uppbyggingu fimm þúsund fermetra gagnavers á Korputorgi í samstarfi við Opin kerfi, Reiknistofu bankanna og Korputorg. Hún felur í sér enn fleiri tækifæri til útvíkkunar á starfsemi Sýnar. „Við erum að ráðast í þessa uppbyggingu vegna þess að gagnamagnið margfaldast á hverju ári og við viljum geta haldið utan um hýsinguna. Nýja gagnaverið mun hýsa alla greiðslumiðlun landsins þannig að kröfur um öryggi og eftirlit eru miklar. Þar erum við vottað fyrirtæki og erum nú þegar með sólarhringsvöktun á kerfunum okkar sem eru mjög mikilvægir innviðir og ljósleiðaratengingar heim til fólks. Ég sé fyrir mér að hægt sé að byggja á þeim grunni, til dæmis með því að selja öryggiskerfi, enda eru allir innviðir og öll þekkingin sem þarf til staðar.“Orri Hauksson, forstjóri SímansMeiri vissa um íþróttirnar Í uppgjöri Símans fyrir fyrsta ársfjórðung mátti greina þær breytingar sem eru að eiga sér stað á fjarskiptamarkaði en vægi sjónvarpsþjónustu Símans af tekjum hefur farið sívaxandi. Tekjur af sjónvarpsþjónustu jukust um 14,1 prósent miðað við sama fjórðung á síðasta ári en á milli sömu tímabila lækkuðu tekjur af farsímaþjónustu um 11,9 prósent. Það má þó að stórum hluta rekja til tapaðra heildsölusamninga við 365 miðla eftir að starfsemin sameinaðist Sýn. „Það ríkir hörð samkeppni á þessum markaði sem endurspeglast í því að verð farsímaþjónustu lækkar ár frá ári. Kostnaðurinn við að bæta einum viðskiptavini við farsímakerfið er smávægilegur og verðstríð hefur ríkt á þessum markaði. Tekjur af farsímanotkun hafa verið að fara niður en það sem hefur vegið á móti þessari þróun er afþreyingarhlutinn. Upphaflega voru tæknilegar ástæður fyrir því að sjónvarpsmálin tengdust fjarskiptum, enda auðgar gagnvirknin efnisnotkunina. Í seinni tíð eru fyrirtækin líka einfaldlega að finna nýjar tekjulindir,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Hann bætir við að Síminn hafi byrjað að dreifa sjónvarpi á síðustu öld, en 2003 hafi verið tekin ákvörðun um að IPTV-væða nær allt landið. Hann telur að innlend framleiðsla og íþróttaviðburðir verði í lykilhlutverki í afþreyingarþjónustu fjarskiptafyrirtækja þar sem meðhöndlun sýningarrétta á hefðbundnu sjónvarpsefni, svo sem amerískum þáttaröðum, muni breytast. „Við erum að upplifa gullöld sjónvarps, það hefur aldrei verið framleitt jafn mikið efni í heiminum og mörg stór kvikmyndaver úti í heimi munu á næstu árum reyna að selja beint til neytenda. Þau munu hins vegar þróa söluaðferðir sínar smám saman en ekki með neinum asa, vegna þess að stærstu kúnnarnir eru fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækin sem hafa hingað til keypt sýningarréttina. Verin munu reyna að ná beinu sambandi við neytendur án þess að skemma viðskiptasamband sitt við stóru kúnnana of hratt eða snemma,“ segir Orri. „Það verður einhver grisjun á þessum sjónvarpsmarkaði vegna þess að það er verið að framleiða meira efni en eftirspurn verður eftir. Netflix, sem er langstærsta fyrirtækið á þessum markaði sem selur eingöngu beint til endakúnnans, er að tapa peningum á hverjum einasta degi. Það er bóla í framleiðslu á sjónvarpsefni og hún mun springa. Eitthvað þarf að gefa eftir.“ Síminn hafði betur gegn Sýn í útboðinu á sýningarrétti á enska boltanum til næstu þriggja ára og flyst hann til Símans næsta haust. Eins og Markaðurinn greindi frá í vetur nam tilboð Símans minnst 8,8 milljónum evra, eða sem nemur 1,2 milljörðum króna. Síminn hefur kynnt verðlagningu á áskriftinni en hún mun kosta 4.500 krónur. „Það er sennilega langt í að sýningar á stærstu alþjóðlegu íþróttaviðburðunum verði seldar beint til neytenda vegna þess að framleiðendurnir vilja verðaðgreina markaði. Greiðsluviljinn fyrir enska boltann er mismunandi eftir löndum og í staðinn fyrir að vera með eitt verð fyrir alla í heimunum þá selja þeir sýningaréttinn til staðbundinna fyrirtækja á misháu verði. Það eru ekki alveg sömu lögmál sem gilda um þáttaraðir annars vegar og viðburði í beinni útsendingu hins vegar. Stóru samfélagsmiðlarnir hafa verið kaupa sýningarrétti á minni íþróttaviðburðum hér og þar, en þeir hafa ekki lagt í að bjóða í þessa stóru og ég held að það sé nokkuð í að það breytist.“Gengið furðulágt Á síðustu tólf mánuðum hefur gengi Sýnar lækkað úr 66,9 krónum á hlut í 35,8 krónur. Það náði lágpunkti byrjun apríl í 30,1 en hefur síðan mjakast upp á við. Fyrir sameiningu Fjarskipta og 365 miðla var verðmatsgengi Capacent á Fjarskiptum 47 til 49 og var við markaðsgengi. Eftir kaup Fjarskipta á 365 miðlum hækkaði það í um 75 í ljósi væntinga um samlegð og vaxtartækifæri sameinaðs félags. Það lækkaði þegar ljóst var að áætlanir Sýnar stæðust ekki og er nú 51,4, eða um 44 prósentum yfir markaðsgengi. „Félagið á eftir að slípa verkferlana og ná fram fullum samlegðaráhrifum. Það er hins vegar furðulegt hversu lágt gengið er í dag og virðist sem sameiningin hafi haft neikvæð áhrif á félagið. Jafnvel þó að 365 miðlar leggi ekkert til rekstrar Sýnar þarf mikla svartsýni til að fá verðmatsgengi sem er lægra en 40,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. Gengi Símans stendur í 4,4 krónum og er komið á svipaðan stað og það var fyrir 12 mánuðum eftir að hafa sigið niður í 3,5. „Það er erfitt að bera þessi fyrirtæki saman vegna þess að þetta eru í raun ólík fyrirtæki en það ríkir augljóslega hörð samkeppni í farsímaþjónustu. Tekjuvöxturinn kemur úr afþreyingu og mér sýnist framlegðin þar vera meiri,“ segir Snorri. Verðmat Capacent fyrir Símann hljóðar upp á 5 krónur á hlut sem er um 13,7 prósentum yfir markaðsgengi.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Fjölmiðlar Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira