Erlent

Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður

Kjartan Kjartansson skrifar
Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu.
Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu. Vísir/EPA

Kona sem sakaði portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo um nauðgun í Las Vegas hefur fellt niður málaferli sín á hendur honum. Bloomberg-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að Portúgalinn hafi gert sátt við konuna utan dómstóla.



Ronaldo hefur alla tíð neitað ásökunum Katheryn Mayorga sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér í þakíbúð hans á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Hún höfðaði mál gegn Juventus-leikmanninum í september.



Í stefnunni sagðist Mayorga hafa gert sátt við Ronaldo á sínum tíma en að hún hafi verið í andlegu áfalli og því ekki hæf til að taka þátt í sáttaferlinu. Lögreglan í Las Vegas opnaði rannsókn á málinu aftur í fyrra. Greint var frá því fyrr á þessu ári að lögreglan hefði óskað eftir lífsýni úr Ronaldo frá ítölskum yfirvöldum.



Bloomberg segir að tilkynning um að málið gegn Ronaldo hafi verið látið niður falla af hálfu stefnanda hafi verið lögð fyrir ríkisdómstól í Nevada í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju

Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×