Íslenski boltinn

Sjö af tólf félögum með yfir þúsund manns að meðaltali á leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur verið besta mætingin á leiki Breiðabliks og Skagamenn eru síðan í 4.sætinu.
Það hefur verið besta mætingin á leiki Breiðabliks og Skagamenn eru síðan í 4.sætinu. Vísir/Daníel
Breiðablik hefur fengið flesta áhorfendur að meðaltali í leik í fyrstu sjö umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu.

Knattspyrnusamband Íslands birti á heimasíðu sinni nýjustu opinberu tölurnar yfir aðsókn á leikina til þessa í sumar.

Sjö af tólf félögum deildarinnar hafa fengið yfir þúsund manns að meðaltal á leik eða öll nema KA, Víkingur, HK, Grindavík og ÍBV.

Blikar hafa fengið flesta áhorfendur á leiki sína eða 1.580 að meðaltali í leik. Í næstu sætum munar ekki miklu á Fylki (1497) og FH (1450).

Fæstir áhorfendur hafa aftur á móti komið á leiki Eyjamanna sem hafa aðeins fengið samtals 1.325 manns á fyrstu fjóra heimaleiki síðan sem þýðir bara 331 að meðaltali á hvern leik.

Alls hafa komið 43.946 áhorfendur á leikina 42 sem búnir eru í deildinni eða 1.046 að meðaltali.

Í fimm umferðum af sjö hefur meðalaðsókn verið yfir eitt þúsund manns.  Fjölmennasta umferðin hingað til var 2. umferð, en heildaraðsókn á leiki þeirrar umferðar var tæplega 7.500 manns.

Aðsókn eftir umferðum:

1. umferð     6.780 (1.130 að meðaltali)

2. umferð     7.474 (1.246)

3. umferð     5.045 (841)

4. umferð     5.263 (877)

5. umferð     6.694 (1.116)

6. umferð     6.622 (1.104)

7. umferð     6.068 (1.011)

Meðalaðsókn eftir heimaleikjum liða:

1. Breiðablik    1.580

2. Fylkir    1.497

3. FH    1.450

4. ÍA    1.387

5. Valur    1.361

6. KR    1.164

7. Stjarnan    1.127

8. KA    915

9. Víkingur    878

10. HK    770

11. Grindavík    635

12. ÍBV    331




Fleiri fréttir

Sjá meira


×