EES og Ísland Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun