Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. júní 2019 20:41 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23
Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01