Viðskipti innlent

Vaxtakjör Íslandsbanka taka breytingum

Birgir Olgeirsson skrifar
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna.
Norðurturn í Kópavogi þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka er að finna. Vísir/Vilhem
Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum 11. júní næstkomandi í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 36 og 60 mánaða verða lækkaðir um 0,50 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig. Breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig.

Fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig. Önnur breytileg óverðtryggð kjörvaxtalán lækka um 0,25 prósentusig. Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,50 prósentustig. Breytilegir innlánsvextir bankans munu í flestum tilfellum lækka um 0,20-0,30 prósentustig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×