Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 11:47 Ágúst Ólafur Ágústsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir í stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlum að á fundi fjárlaganefndar í gær hafi verið kynntar ótrúlegar breytingartillögur á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hyggst gera í ljósi breyttra aðstæðna í hagkerfinu. Hann segir margt koma á óvart um breytingar á útgjöldum til málefnasviða ríkisins frá því sem fjármálaráðherra boðaði í fjármálaáætluninni í mars síðast liðnum. „Ég er í hálfgerðu áfalli við lestur þessara breytingatillagna á fjármálaáætlun sem er einungis rúmlega tveggja mánaða gömul. Þegar við berum saman það sem að átti að vera í áætluninni og það sem ríkisstjórnin er að leggja til þá kemur fram að framlög til dæmis til öryrkja næstu fimm árin eiga að lækka samanlagt um tæpa átta milljarða frá því sem hafði verið kynnt í fjármálaáætlun,” segir Ágúst. Ágúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin. „Það er margt þarna sem krefst frekari skýringa og ég hef þegar beðið eftir að fá þær strax á fyrsta fundi fjárlaganefndar eftir Helgi,” segir Ágúst. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á uppstigningardag að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt hafi verið að. Þar eru fall WOW Air og loðnubrestur nefndar sem helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Bjarni sagði að með þeim aðgerðum sem lagt er upp með nú sé reynt að verja þá uppbyggingu sem ríkisstjórnin hafi þegar kynnt. „Ég held að bæði fjármálaáætlunin og fjármálastefnan er byggð á allt of bjartsýnum forsendum. Við sjáum að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar eigi að haldast óbreytt næstu fimm árin það er aldrei að fara gerast. Það er spáð að verðbólga verði einfaldlega svipuð og hafði verið spáð. Atvinnuleysi á að breytast lítið frá fyrri spá. Þannig að grunnur hagstjórnar hér er afskaplega veikur,” segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira