Herjólfur á heimleið Andri Eysteinsson skrifar 9. júní 2019 13:03 Lagt af stað úr höfn í Gdynia Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir viðkomu í Færeyjum til þess að taka olíu. Heimkoma er áætluð laugardaginn næsta í Vestmannaeyjum með hátíðlegri viðhöfn enda sé ekki á hverjum degi sem ný ferja kemur til Vestmannaeyja. „Við erum með þrjá skipstjóra og þrjá vélstjóra, þessi tími er notaður í að þjálfa sig á skipið enda er búnaðurinn gjörólíkur núverandi Herjólfi. Það er verið að ganga frá og gera allt klárt,“ segir Guðbjartur. Heimkoma Herjólfs er, eins og áður sagði, áætluð laugardaginn næsta. Ferjan hefur þó ekki farþegasiglingar umsvifalaust en ganga þarf frá ýmsum atriðum áður en áætlunarsiglingar hefjast. „Það þarf að fá haffæri, farþegaleyfi og ganga frá ýmsum skráningum og merkingum. Svo þarf að máta skipið á þær hafnir sem við siglum á. Það er smá tími sem fer í æfingar og að gera skipið klárt í rekstur, segir Guðbjartur en vonir standa til að því ferli verði lokið um næstu mánaðamót.Sjá einnig: Herjólfur afhentur og íslenskur fáni dreginn að húniAfhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega.Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.„Við fengum skipið afhent á þriðjudaginn og það var í ýmsu að snúast í pappírsvinnu og að gera skipið sjóklárt. Við vorum með það á teikniborðinu að fara af stað á sunnudegi, það tókst,“ sagði Guðbjartur glaður í bragði.Svona verður útsýnið úr brúnni í Herjólfi næstu sex sólarhringana.Mynd/Sigmar Logi Hinriksson
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. 29. maí 2019 17:07
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46