Fótbolti

Bernardo Silva besti maður Þjóðadeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Besti leikmaður Þjóðadeildarinnar
Besti leikmaður Þjóðadeildarinnar
Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva var valinn besti leikmaður Þjóðadeildar UEFA eftir 1-0 sigur Portúgals á Hollandi í úrslitaleik keppninnar á Drekavöllum í Porto í kvöld.

Bernardo Silva lagði upp eina mark leiksins fyrir Goncalo Guedes en hann lagði einnig upp eitt af mörkum Cristiano Ronaldo í undanúrslitunum.

Þá lék Bernardo Silva þrjá af fjórum leikjum Portúgals í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar á meðan skærasta stjarna liðsins, Cristiano Ronaldo, tók ekki þátt í riðlakeppninni þar sem Portúgal var í riðli með Póllandi og Ítalíu.

Þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur átt algjörlega magnað ár en hann var valinn leikmaður ársins í frábæru liði Manchester City á nýafstaðinni leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×