Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2019 06:30 Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti