Smáliðinu frá Bergamo tókst að skáka stóru liðunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2019 17:00 Leikmenn Atalanta fagna sætinu í Meistaradeildinni með Getty/Alessandro Sabattini Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Atalanta leikur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næsta tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið frá Bergamo kemst í Meistaradeildina en liðið náði þeim áfanga með því að leika leiftrandi sóknarbolta. Það gerist ekki oft í nútíma knattspyrnu að litla liðið komist upp með að stríða stórveldunum sem hafa úr mestu að moða. Slík lið eru yfirleitt það vel samsett að minni lið deildarinnar eiga lítinn möguleika á að gera atlögu að krúnunni og öllum þeim fríðindum sem tengjast því að vinna meistaratitla. Þótt Atalanta frá smábænum Bergamo hafi ekki tekist að skáka hinu ógnarsterka liði Juventus af stalli, sem er og verður í sérflokki þar í landi með átta meistaratitla í röð, tókst Atalanta sem greiðir aðeins brotabrot af því sem þekkist í nútíma knattspyrnu til leikmanna í laun að ná þriðja sætinu í ítölsku deildinni á undan Mílanó-liðunum AC og Inter Milan, Rómar-liðunum Lazio og Roma og öllum hinum. Þjálfarinn á bak við afrek Atalanta, Gian Piero Gasperini, var á barmi þess að vera rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði í starfi þegar Atalanta virtist stefna á fallbaráttu fyrir þremur árum en honum tókst að snúa gengi liðsins við og 69 stig í næstu 33 leikjum komu Atalanta í Evrópukeppni. Ekki tókst að fylgja þeim árangri eftir í fyrra þegar sjöunda sæti þurfti að duga en á þessu tímabili tókst honum að finna formúlu sem virkaði. Með Kólumbíumanninn Duván Zapata fremstan í þriggja manna sóknarlínunni sem Gasperini vill notast við, sem skilaði alls 28 mörkum í öllum keppnum, náði Atalanta þriðja sætinu og með því þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hvorki Juventus (70) né Napoli (74) skoruðu fleiri mörk en Atalanta (77) í deildinni þótt varnarleikurinn hafi oft fengið að líða fyrir það. Frá stofnun Atalanta hefur félagið lengst af dvalið í efstu deild með reglulegum heimsóknum í aðra deild og einu ári í þriðju deild en ferilskrá félagsins er ekki merkileg. Einn bikartitill fyrir 56 árum sem skilaði liðinu í Evrópukeppni bikarhafa og fjórar tilraunir í Evrópudeildinni en nú fá bæjarbúar Bergamo að sjá sína menn kljást við þá bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira