Erlent

Lögreglumenn dæmdir fyrir mannrán og barsmíðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Portúgalskur lögregluþjónn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Portúgalskur lögregluþjónn. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Horacio Villalobos/Getty
Átta portúgalskir lögregluþjónar hafa verið fundnir sekir um að ræna og limlesta sex þeldökka menn skammt fyrir utan Lissabon, höfuðborg Portúgals, árið 2015.

Þegar málið átti sér stað var ungur maður handtekinn, grunaður um að hafa kastað grjóti í átt að lögreglubifreið. Þegar fimm menn til viðbótar mótmæltu handtökunni fyrir utan lögreglustöðina voru þeir teknir fastir.

Þó lögreglumennirnir hefðu verið dæmdir fyrir mannrán og barsmíðar hafnaði rétturinn ákærum um pyntingar og því að um hatursglæp sökum litarhafts mannanna hafi verið að ræða.

Þetta er stærsta lögregluofbeldismál í sögu Portúgal, samkvæmt sérfræðingum þar í landi.

Mennirnir voru á aldrinum 23 til 25 ára þegar atvikið átti sér stað. Þeir vor íbúar Cova da Moura-hverfisins í borginni Amadora, en það hverfi er að stærstum hluta byggt innflytjendum frá Grænhöfðaeyjum, fyrrum nýlendur Portúgals í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×