Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. maí 2019 06:15 Prestar Þjóðkirkjunnar settu umhverfismál á oddinn á árlegri Prestastefnu nýverið og stjórnendur kirkjunnar svara kallinu. Fréttablaðið/Ernir Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar hefur samþykkt og tekið undir viðmiklar ályktanir og tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Meðal þeirra eru áform um endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga forsvarsmanna þjóðkirkjunnar og að lýst verði yfir neyðarástandi vegna loftlagsmála. Árleg Prestastefna var haldin í Áskirkju í byrjun mánaðarins en þar koma saman á annað hundrað prestar og djáknar og ræða málefni og stöðu kirkjunnar á Íslandi. Umhverfismálin skipuðu stóran sess á samkomunni í ár. Afraksturinn var svo lagður fyrir kirkjuráð þann 8. maí síðastliðinn til umfjöllunar.Agnes Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð taka undir með Prestastefnu. Fréttablaðið/VilhelmKirkjuráð tekur undir að fara eigi af stað úttekt á því hvaða jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar geti hentað til skógræktar í stórum stíl og til endurheimtar votlendis. Lagt var til að þjóðkirkjan skuldbindi sig til að kolefnisjafna allar ferðir á vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, meðal annars með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis. Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt á þessum jörðum. Þá verði umhverfisvænir virkjunarkostir jarðanna skoðaðir. Kirkjuráð samþykkir einnig að láta setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á fjórum stöðum í ár í takt við áherslu Prestastefnu á orkuskipti í samgöngum. Kirkjuráð hyggst setja upp hleðslustöðvar við Biskupsgarð í Bergstaðastræti, í Skálholti, á Hólum og við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju. Þá ætlar kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda og hvetja sóknarnefndir til að koma sér upp tenglum við kirkjur og safnaðarheimili. Sem fyrr segir var ályktun Prestastefnu í umhverfismálum ansi viðamikil en þar var meðal annars samþykkt að taka undir með Landvernd og lýsa yfir neyðarástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum. Prestar hvetja svo flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki sem selja flugferðir til og frá landinu að innleiða í kaupferli flugmiða kolefnisjöfnun á viðkomandi ferð. Kirkjuráð mun í kjölfarið fela starfshópum sínum að taka ályktunina til umfjöllunar.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira