Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 22:00 Flugvélin "That's All, Brother" var forystuvél innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15