Innlent

Má heita Amína en ekki Hó

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Nú má heita Amína.
Nú má heita Amína. Getty

Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína.

Mannanafnanefnd kvað upp fjóra úrskurði þann 13. desember síðastliðinn. Beiðnin um karlmannsnafnið Hó náði ekki í gegn sökum þess að orðið sé upphrópun. Ekki sé venja fyrir því að upphrópanir séu gerðar að mannanöfnum.

Tekið er fram í úrskurðinum að þar sem að börn geta hlotið nafnið mega nöfn sem færð eru á mannanafnaskrá vera ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. Einnig er tekið fram að ef að fullveðja einstaklingur kýs sér nafn sem gæti valdið barni ama geti viðkomandi viðhaft það nafn en án opinberrar skráningar.

Kvenkynsnöfnin Amína, Kristinna og Leynd fengu þá öll grænt ljós frá nefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×